Lýsing hagnaðist um 1.480 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2017, og jókst hagnaður félagsins um 420% á milli ára. Þar af var þó tekjuskattsinneign að fjárhæð 991 milljón króna tekjufærð á tímabilinu. Áætlanir félagsins til næstu ára gera ráð fyrir að félagið geti nýtt inneignina á móti skattskyldum hagnaði.

Heildartekjur félagsins námu 953 milljónum króna og jukust um 2,8% frá sama tímabili árið 2016. Hreinar vaxtatekjur á tímabilinu námu 649 milljónum króna sem er 1,9% samdráttur frá sama tímabili í fyrra. Hrein viðisbreyting hjá fyrirtækinu var jákvæð um 242 milljónir króna sem er 176 milljóna aukning frá sama tímabili í fyrra.

Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 24% á ársgrundvelli. Heildareignir Lýsingar í lok tímabilsins námu 29.278 milljónum króna og eigið fé fyrirtækisins var 12.737 milljónir króna. Reiknað eiginfjárhlutfall (CAD) í lok tímabilsins er 46,3%. Lýsing er dóttur félag Klakka ehf. Fyrirtækið veitir fjármögnun fyrir kaupum á ökutækjum, vinnuvélum og annarra tækja og búnaði.