Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Lýsingu bæri að endurgreiða verktakafyritækinu Eykt rúmar 65 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum vegna 32 kaupleigusamninga sem höfðu að geyma ólöglega gengistryggingu.

Þá hafnaði Hæstiréttur þeim málatilbúnaði Lýsingar að kaupleigusamningarnir væru í raun leigusamningar sem heimiluðu gengistryggingu og taldi einnig að Lýsing gæti ekki krafið Eykt um viðbótargreiðslu vegna afborgana og vaxta af skuld þess við Lýsingu.

SI krefst leiðréttingar

Í tilkynningu frá Samtökum Iðnaðarins þar sem farið er yfir málavexti er það haft eftir Sigurði B. Halldórssyni, lögfræðingi SI, að samtökin fagni þessari niðurstöðu sem varpi skýru ljósi á réttarstöðu þeirra fyrirtækja sem voru með kaupleigusamning hjá Lýsingu. Þá gera SI þá körfu að Lýsing leiðrétti tafarlaust alla kaupleigusamninga og skora jafnframt á yfirvöld að fylgja því eftir að Lýsing virði niðurstöður dómstóla varðandi endurútreikninga á ólöglegum gengistryggðum samningum.