Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að banna notkun á léninu heklacarrental.is, en Neytendastofa hafði áður heimilað notkun lénsins.

Ákvörðun Neytendastofu var byggð á því að lénið væri ekki notað í atvinnustarfsemi og engin atvinna rekin undir léninu. Þá teldi stofnunin ekki hættu á að neytendur villist á léninu og auðkennum Heklu hf.

Áfrýjunarnefnd neytendamála var ekki sammála niðurstöðu Neytendastofu og snéri úrskurði hennar við. Áfrýjunarnefndin taldi að augljós ruglingshætta væri milli starfsemi og auðkenna Heklu hf. og heklacarrental.is og að fordæmi voru fyrir því að banna fyrirhugaða notkun léna, sem ekki sé þegar hafin, ef ljóst sé að slík notkun myndi brjóta gegn góðum viðskiptaháttum svo hætt verði að neytendur ruglist á auðkennunum.

Lénið var skráð á Guðmund Hlyn Gylfason framkvæmdastjóra, stjórnarmanns og prókúruhafa bílaleigunnar Go Car Rental ehf.