*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 23. janúar 2018 10:08

Macron: Frakkar myndu kjósa úrsögn

Ef franskir kjósendur fengju um það að segja myndi Frakkland líklega ganga út úr ESB að mati forseta landsins.

Ritstjórn
Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
epa

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, viðurkenndi í viðtali við breska ríkissjónvarpið að ef franskir kjósendur fengju tækifæri til þess væri líklegt að þeir hefðu farið sömu leið og Bretar og samþykkt að yfirgefa Evrópusambandið. 

Sagði hann þetta aðspurður í samtali við Andrew Marr á BBC en þar taldi hann að þeir sem hefðu tapað á alþjóðavæðingunni hefðu stutt úrsögn úr ESB, þrátt fyrir að helstu talsmenn úrsagnar hafi löngum stutt meiri en ekki minni heimsviðskipti.

Spurði Andrew Marr þá hvort niðurstaðan hefði verið sú sama ef franskir kjósendur fengju að velja. „Já, líklega, líklega. Já. Í svipuðu samhengi. En samhengið er mjög ólíkt í Frakklandi.“

Stikkorð: Frakkland BBC Emmanuel Macron Brexit Andrew Marr
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim