© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fimmtíu íslenskar konur í fjölbreyttum störfum á sviði tækni og raunvísinda sem vinna víða um heim eru umfjöllunarefni nýrrar bókar sem væntanleg er eftir mæðgurnar Hjördísi Hugrúnu Sigurðardóttur og Ólöfu Rún Skúladóttur, fyrrverandi fréttakonu á RÚV. Hjördís er jafnframt formaður Stuðverks - skemmtifélags verkfræðikenna.

Konurnar sem fjallað er um í bókinni eru frumkvöðlar og forstjórar, vísindamenn, sérfræðinga og ævintýrakonur.

Fram kemur í tilkynningu að bókin heitir Tækifærin en hún kemur út á vegum bókaútgáfunnar Flugdreka. Konurnar starfa í Reykjavík og á Reyðarfirði, í San Francisco, Seattle, London og Lúxemborg. Eru þá fáeinir staðir nefndir.

Það sem sameinar konurnar er að þær hafa lokið námi á sviði tækni og raunvísinda. Ýmsar athyglisverðar frásagnir og góð ráð eru sögð fléttast saman við sögur af náms- og starfsferli kvennanna fimmtíu.