*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 26. mars 2018 17:47

Mæta ekki á HM í Rússlandi vegna árásar

Íslensk stjórnvöld vísa ekki stjórnarerindrekum Rússlands úr landi en hins vegar munu ráðamenn ekki mæta á HM.

Ritstjórn
Frá sendiráði Rússlands á Íslandi, en þó engum hafi verið vísað úr landi hér á landi líkt og á Norðurlöndumum verður ekki um frekari tvíhliða fundi með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum, þar með talið í tilefni HM í knattspyrnu.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar í enska bænum Salisbury í upphafi mánaðarins. Árásin er sögð alvarlegt brot á alþjóðalögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu á vef stjórnarráðsins.

Efnavopnum hefur ekki verið beitt í álfunni frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við árásinni hafa hingað til verið ótraustvekjandi og yfirlýsingar þeirra ótrúverðugar.

Vísa ekki stjórnarerindrekum Rússa úr landi

Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, mörg samstarfsríki Íslands í Atlantshafsbandalaginu, og helstu aðildarríki Evrópusambandsins hafa ákveðið að grípa til aðgerða gagnvart rússneskum stjórnvöldum. Í flestum tilvikum vísa þessi ríki rússneskum stjórnarerindrekum úr landi.

Af hálfu Íslands felast aðgerðirnar í því að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum verður frestað um óákveðinn tíma. Af þeirri ákvörðun leiðir að íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi á komandi sumri.

Eftir að hafa borið ákvörðun ríkisstjórnarinnar undir utanríkismálanefnd Alþingis kallaði utanríkisráðherra sendiherra Rússlands á sinn fund nú síðdegis og greindi honum frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar.

Stikkorð: Rússland HM stjórnarrerindrekar
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim