*

fimmtudagur, 21. febrúar 2019
Fólk 6. febrúar 2019 13:42

Magnús Bjarnason stjórnarformaður ISI

Magnús Bjarnason var kjörinn stjórnarformaður Iceland Seafood International á hluthafafundi í gær.

Ritstjórn
Auk þess að hafa verið forstjóri Icelandic Group er Magnús Bjarnason stofnandi ráðgjafafyrirtækisins MAR Advisors.
Aðsend mynd

Magnús Bjarnason, fyrrverandi forstjóri Icelandic Group, var í gær kjörinn stjórnarformaður Iceland Seafood International á hluthafafundi. Fréttablaðið segir frá.

Auk Magnúsar voru þau Liv Bergþórsdóttir, stjórnarformaður Wow air og fyrrum forstjóri Nova, og Jakob Valgeir Flosason útgerðarmaður kjörin í stjórn, og Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs Skeljungs, tók sæti í varastjórn. Ekki bárust önnur framboð og þau voru því sjálfkjörin.

Þeir Benedikt Sveinsson og Mark Holyaoke, sem báðir hafa setið í stjórn félagsins í hátt í áratug, gáfu sem kunnugt er ekki kost á sér til endurkjörs, og stigu því til hliðar.