Magnús Ingi Magnús­son, veit­ingamaður kenndur við Texasborgara, hef­ur dregið fram­boð sitt til embætt­is for­seta Íslands til baka. Magnús greindi frá þessu á Face­book síðu sinni í gær. Segist hann nú hafa hug á því að setja á þing.

Magnús seg­ir það ljóst að hann muni ekki ná til­skild­um fjölda meðmæl­anda og að nokkuð vanti upp á, sér­stak­lega á Norður- og Aust­ur­landi. „Þess vegna hef ég ákveðið að draga fram­boð mitt til baka,“ skrif­ar Magnús. „Þetta er bú­inn að vera skemmti­leg­ur tími og góð reynsla. Ég hef hitt marga og fengið jákvæðar und­ir­tekt­ir.“

„Í öll­um þess­um fram­boðsmá­l­um fór ég að pæla: af hverju ekki Magnús Ingi á Þingi? Nú stytt­ist í alþing­is­kosn­ing­ar og ég hef heilmargt fram að færa,“ skrif­ar Magnús og birt­ir lista yfir stefnu­mál sín sem eru meðal ann­ars að öll list, trú og fisk­ur eigi að fara á markað, betri heilsu­gæslu og heil­brigðis­kerfi með einka­rekst­ur að hluta, nýja stjórn­ar­skrá og færri emb­ætt­is­menn meðal ann­ars. „Ef það er stjórn­mála­afl á Íslandi sem vill vinna að þessu mál­um, þá er ég til­bú­inn í sam­starf,“ skrif­ar Magnús að lok­um.