„Þetta eru vissulega glæsilegar skrifstofuhæðir en við þurfum þetta ekki,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Til stendur að leigja út tvær efstu hæðir Útvarpshússins. Á fjórðu hæðinni eru eru m.a. nýmiðladeild, tækni- og tölvudeild og skrifstofa fjármmálastjóra. Á fimmtu hæðinni eru skrifstofur framkvæmdastjóra útvarps og sjónvarps auk skrifstofu útvarpsstjóra. Hæðirnar eru samtals um 1.000 fermetrar.

Magnús segist ekki sjá eftir skrifstofunni verði hún leigð út.

Magnús vill ekki gefa upp hverjar leigutekjurnar geta orðið en bendir á að þetta verði viðbótartekjur sem RÚV hefði annars ekki fengið. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins gætu leigutekjur RÚV orðið um 30 milljónir króna á ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Endurtryggingakjör tryggingafélaga gætu versnað eftir brunann í Skeifunni
  • Álverið í Straumsvík afskrifar 2,9 milljarða
  • Ríkið sparar sér milljarð í vaxtagjöld
  • Vogunarsjóðir draga úr skortsölu
  • John Paul DeJoria segist hafa verið heppinn í fjárfestingum
  • Leikstjóri Vonarstrætis vinnur að nýrri mynd
  • Sendiherra Breta á Íslandi segist dást að sköpunargleði landans
  • Þorbjörg Helga stofnar félag utan um nýsköpun í skólamálum
  • Nærmynd af nýjum rektor Háskólans á Akureyri
  • Umfjöllun um nýja bók ritstjóra Economist
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um dramað í Seðlabankanum
  • Óðinn skrifar um Ísland og ástæður bankahrunsins
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira.