Magnús Ólaf­ur Garðars­son, fyrr­ver­andi for­stjóri United Silicon, býður ein­býl­is­hús sitt við Huldu­braut 28 í Kópa­vogi til leigu á Airbnb að því er kemur fram á mbl.is . Samkvæmt opinberum gögnum hefur Magnús þó ekki leyfi fyrir útleigu hússins.

Áður hefur komið fram að Magnús hyggst selja húsið en hann keypti það árið 2015 af Ólafi Ólafs­syni, sem kenndur er við Samskip, og Ingi­björgu Kristjáns­dótt­ur, eiginkonu Ólafs. Hann vill fá um 150 milljónir fyrir eignina.

Húsið er 304 fm að stærð en það var byggt 1994. Ólaf­ur og Ingi­björg festu kaup á hús­inu 11. nóv­em­ber 1996. Þau seldu hins veg­ar Magnúsi húsið þann 22. maí 2015.

Á síðunni Airbnb er hægt að leigja húsið á 294 doll­ara nótt­ina eða um 30 þúsund ís­lensk­ar á núverandi gengi dags­ins. Í hús­inu er hátt til lofts og vítt til veggja og marg­ir myndu segja þetta hóf­legt verð þar sem níu mann­eskj­ur geta gist í hús­inu í einu.