Grænlenska landsstjórnin efndi til eins konar lottós um þau 30.000 tonn af makrílkvóta sem ætluð eru fyrirtækjum sem ekki eiga fiskiskip. Alls sóttu 12 fyrirtæki um kvóta en fyrirfram var ákveðið að kvótanum yrði skipt á milli sex fyrirtækja.

Þau fyrirtæki sem duttu í lukkupottinn voru Arsuk Food, Kitaa Seafood, Lilleholm Food, Malik Seafood, Sermilik og Rodebay Fish. Ekkert þeirra er tengt íslenskum aðilum svo vitað sé og ekki heldur þau félög sem ekki fengu úthlutun.

Í frétt á vef grænlenska útvarpsins kemur fram að skilyrði fyrir þátttöku hafi verið þau að viðkomandi fyrirtæki hefðu verið stofnuð fyrir 1. janúar 2016 og þau stunduðu aðra starfsemi innan fiskveiða og fiskvinnslu.

Heildarkvóti makríls við Grænland er 85.000 tonn í ár.