Nýliðin makrílvertíð hófst mun seinna en vertíðir síðustu ára og þurfti meira að hafa fyrir því að ná makrílaflanum, að því er segir á fréttavef Síldarvinnslunnar hf.

„Þegar Vilhelm Þorsteinsson kom með fyrsta makrílinn til löndunar sagði Guðmundur Jónsson skipstjóri að makríllinn væri mun seinna á ferðinni en undanfarin ár enda væri sjórinn við landið heldur kaldari en hann hefði verið um þetta leyti árs síðustu árin,“ segir þar.Í

„lok vertíðarinnar var Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki, spurður hvað hefði helst einkennt makrílvertíðina. Hann sagði að megineinkenni vertíðarinnar væru hve seint hún hefði hafist og að minna hefði verið af makríl við landið en undanfarin ár. Taldi hann víst að meginástæðan fyrir því hve lítið makríllinn dvaldi við landið væri sú að það hefði verið mun minna af átu en undanfarin ár. Það hafi vorað seint í sjónum á gönguleið makrílsins og því hefði átumyndun verið lítil.

Veiðarnar þróuðust þannig þegar á leið að þær fóru að miklu leyti fram í Síldarsmugunni og veiðin var misjöfn frá einum tíma til annars. Stundum gekk vel að veiða en stundum þurfti að hafa fyrir því að leita að fiskinum sem gat verið tímafrekt.“

Nánar má lesa um aflabrögðin á vef Síldarvinnslunnar .