Ólafur Stephensen segir efnislegar áherslur í starfi félagsins ekki hafa breyst mikið eftir að hann tók við sem framkvæmdastjóri þess.

„Ég hef hins vegar reynt að nota reynslu mínu úr fjölmiðlum til að auka sýnileika félagsins og gera það meira áberandi og ég held að það hafi tekist mjög vel. Hér var unnið mjög gott starf í tíð forvera míns, Almars Guðmundssonar, og ég bjó að því þegar ég tók við. Þegar sýnileiki félagsins eykst og fólk sér hvað við erum að gera þá aukast líkurnar á því að fyrirtæki vilji ganga til liðs við okkur og taka þátt í baráttunni og það hefur sýnt sig.“

Hann segir ekki síst mikilvægt að aðildarfyrirtækin sjái að FA sé tilbúið að takast á við ríkisvaldið. „Má sem dæmi nefna þá málefnalegu gagnrýni sem ég vil meina að við höfum verið með gagnvart ríkisfyrirtækinu Íslandspósti, sem er farið að gína yfir æ stærri hluta af mörkuðum sem eru lítið skyldir starfsemi þess fyrirtækis – eins og minjagripaverslun og rekstur prentsmiðju. Þegar smærri fyrirtæki sjá að við erum að taka slaginn við ríkisrisann á málefnalegum forsendum vilja þau gjarnan taka þátt í því með okkur og sjá sér hag í að ganga í félagið.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .