*

mánudagur, 28. maí 2018
Innlent 11. janúar 2017 15:08

Málefni Seðlabankans til forsætisráðuneytisins

Málefni Seðlabanka Íslands munu færast til forsætisráðuneytisins frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í nýrri ríkisstjórn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Breytingar hafa verið gerðar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Samkvæmt úrskurðinum munu málefni Seðlabanka Íslands færast til forsætisráðuneytisins frá fjármála og efnahagsráðuneytinu.

Einnig munu verkefni hagskýrslugerðar og upplýsinga um landshagi, þ.m.t. málefni Hagstofu Íslands, færast frá fyrrnefnda ráðuneytinu til þess síðarnefnda.

„Að auki flytjast málefni Vísinda- og tækniráðs og málefni þjóðmenningar frá forsætisráðuneytinu til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Þá færast málefni Þingvallaþjóðgarðs, að undanskildum Þingvallabænum, frá forsætisráðuneytinu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis og neytendamál færast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá innanríkisráðuneytinu,“ segir í tilkynningunni.

Jafnframt færast verkefni byggðamála til innanríkisráðuneytis, en áður heyrðu þau undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Hér er hægt að sjá fréttatilkynningunna um breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta;

Samkvæmt úrskurðinum munu málefni Seðlabanka Íslands færast til forsætisráðuneytisins frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en verkefni hagskýrslugerðar og upplýsinga um landshagi, þ.m.t. málefni Hagstofu Íslands, færast frá fyrrnefnda ráðuneytinu til þess síðarnefnda. Að auki flytjast málefni Vísinda- og tækniráðs og málefni þjóðmenningar frá forsætisráðuneytinu til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Þá færast málefni Þingvallaþjóðgarðs, að undanskildum Þingvallabænum, frá forsætisráðuneytinu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis og neytendamál færast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá innanríkisráðuneytinu. Loks færast verkefni byggðamála til innanríkisráðuneytis en þau heyrðu áður undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Sjá nánar í meðfylgjandi forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta.