Félagið Straumhvarf hf. var á miðvikudag gert að greiða Sportköfunarskóla Íslands 125 þúsund krónu með dráttarvöxtumfrá 25. júlí 2011 til greiðsludags vegna viðgerða á köfunarbúningum. Málið var tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur Fram kemur í niðurstöðum dómara að ekki hafði verið samið fyrirfram um endurgjald fyrir viðgerðarþjónustuna hjá Sportköfunarskólanum Ekki var fallist á með Straumhvarfi, hinum stefnda í málinu, að reikningurinn væri hærri en næmi gangverði fyrir sambærilega þjónustu eða að telja mætti hana ósanngjarna. Straumhvarfi var því gert að greiða Sportköfunarskólanum fjárhæðina.

Þar að auki þarf Straumhvarf að greiða Sportköfunarskólanum rúmlega 188 þúsund krónur í málskostnað. Athygli vekur að upphæðin er hærri en kröfufjárhæðin, og kostnaður Straumhvarfs því ríflega tvöfalt hærri en ef skuldin hefði verið greitt áður en málið fór fyrir dómstóla.