Á síðasta ári keypti Össur tvö fyrirtækið. Í apríl festi fyrirtækið kaup á Touch Bionics Limited, sem er fyrirtæki með 120 starfsmenn og starfsstöðvar í Skotlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Kaupverðið nam 40 milljónum dollara. Á árinu 2015 seldi Touch Bionics vörur fyrir 21 milljón dollara og EBITDA var 1,3 milljónir.

Í uppgjöri Össurar kemur fram að höfðað hafi verið einkaleyfismál gegn Touch Bionics í Þýskalandi. Fram kemur að bæði Össur og Touch Bionics neiti ásökununum. Enn fremur segir að líklega verði málið til lykta leitt á þessu ári og þá muni koma í ljós hver kostnaðurinn verður af málinu.

Í september síðastliðnum keypti Össur fyrirtækið Medi Prosthetics sem er með höfuðstöðvar í Bayreuth, skammt norðan við Nurnberg í Þýskalandi. Á árinu 2015 seldi Medi Prosthetics vörur fyrir 17 milljónir dollara.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .