Viðskiptablaðið náði tali af Birnu Þórarinsdóttur, ný¬ ráðnum framkvæmdastjóra Viðreisnar, þar sem hún var stödd í Frakklandi með fjölskyldunni í 35 stiga hita. Þótt hún njóti þess að vera í sólinni hlakkar hún mikið til að sinna nýjum verkefnum á vegum flokksins og ætlar hún að takast á við áskoranir hvers dags í nýju starfi með opnum huga.

„Þegar ég frétti af þessu starfi sá ég tilvalið tækifæri til að vinna að landsins gögnum og nauðsynjum með því að sinna mikilvægu málefnastarfi, en líka með því að takast á við spennandi og krefjandi starf sem stjórnandi,“ segir Birna sem var um tíma framkvæmdastjóri Evrópustofu, upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins á Íslandi.

„Námsbakgrunnur minn er að ég er stjórnmálafræðingur frá Hᬠskóla Íslands, sérhæfing mín er aftur á móti alþjóðleg öryggismál, sem ég tók frá Georgetown háskólanum í Washington D.C. Þar sérhæfði ég mig í jafnréttismálum og alþjóðlegum öryggismálum. Ég starfaði sem sérfræðingur og verkefnastjóri á vegum UNIFEM, nú UN Women, í Serbíu í tvö ár og eftir að ég kom heim fór ég að kenna um alþjóðastofnanir og alþjóðleg öryggismál við bæði HÍ og Bifröst áður en ég fór til Evrópustofu.“

Birna fór beint til Serbíu eftir að hafa lært í Washington. „Það voru reyndar mikil viðbrigði, ég fer til Serbíu sumarið 2008 og er stödd þar þegar Ísland hrynur sem gaf mér áhugaverða sýn á atburðina. Ég bjó í samfélagi sem var algerlega hrunið og var að reyna að ná sér aftur, en var í rosalega hægum bata eftir mikið og langvinnt hrun,“ segir Birna sem lýsir því þakklæti sem hún upplifði þar úti að vera frá samfélagi þar sem almenningur hefði traust til opinberra stofnana og hve miklu það skipti.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .