sunnudagur, 7. febrúar 2016
Erlent 10. ágúst 2012 08:36

Manchester United á markað í dag

Verð í frumútboði Manchester United var 14 dollarar sem er lægra en lagt var upp með. Félagið er 2,9 milljarða dala virði.

Ritstjórn
Lið Manchester United tímabilið 2011-2012. Félagið er 134 ára gamalt.

Félagið Manchester United Pic seldi fyrir 233,3 milljónir Bandaríkjadala í frumútboði (IPO) á hlutum í félaginu. Manchester United er eins og flestir þekkja breskt knattspyrnufélag.

Félagið er orðið 134 ára gamalt. Glazer fjölskyldan, sem keypti félagið árið 2005, seldi 16,7 milljónir hluta fyrir 14 dollara á hlut ef marka má frétt Bloomberg um málið.

16,7 milljónir hluta jafngildir 10 prósenta hlut í félaginu. Verðbilið sem fjölskyldan bauð var 16 til 20 dollarar á hlut og söluverðið því lægra en lagt var upp með.

Almenn viðskipti með félagið hefjast í kauphöllinni í New York í dag.

Miðað við söluverðið í frumútboðinu er virði Manchester United 2,9 milljarðar Bandaríkjadala. Það er um það bil einum milljarði meira en virði spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.