*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 16. júlí 2018 16:48

Mannabreytingar hjá ISI í Bretlandi

Dótturfyrirtæki ISI í Bretlandi, Barraclough, fær nýjan forstjóra, Peter Hawkins, en fráfarandi forstjóri verður áfram undir honum.

Ritstjórn
Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International, tilkynnti um starfsmannabreytingarnar.
Aðsend mynd

Peter Hawkins, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pinneys of Scotland og Macrae Food Group, hefur tekið við sem forstjóri Iceland Seafood Barraclough, dótturfyrirtækis Iceland Seafood International í Bretlandi.

„Eftir mikinn vöxt síðastliðna 18 mánuði höfum við ákveðið að gera breytingar á stjórn Barraclough“. Sagði Helgi Anton Eiríksson, framkvæmdastjóri ISI í samtali við Undercurrent News.

Allen Townsend, fráfarandi forstjóri, verður áfram framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu, en mun heyra undir Hawkins.

Helgi Anton greindi einnig frá því að rekstrarstjóri fyrirtækisins, Pawel Grochalski, hefði hætt hjá félaginu í lok júní.