*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 14. mars 2019 09:31

Fundur með Má felldur niður

Már Guðmundsson mun ekki mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag að ræða gjaldeyriseftirlit bankans.

Ritstjórn
Már Guðmundsson er Seðlabankastjóri.
Haraldur Guðjónsson

Már Guðmundsson seðlabankastjóri átti að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis klukkan tvö í dag ásamt Gylfa Magnússyni, formanni bankaráðs Seðlabankans, og Rannveigu Júníusdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans.Tilefni fundarins var stjórnsýsla gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og Samherjamálið. Búið er að fella fundinn niður og má telja líklegt að þar skipti væringar í íslenskum stjórnmálum talsverðu máli. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar klukkan fjögur í dag þar sem Sigríður Andersen mun láta af störfum sem dómsmálaráðherra. 

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, fór hörðum orðum um stjórnsýslu Seðlabankans við gjaldeyriseftirlit á fundi nefndarinnar í síðustu viku „Ég segi þetta líka til framtíðar, því það verður bara að vera al­veg ljóst að svona gera menn ekki,“ sagði Tryggvi. Hann ritaði forsætisráðherra einnig nokkuð harðort bréf í síðustu viku þar sem fram kom að honum hefði borist upplýsingar um að starfsmenn Seðlabankans hefðu látið fréttamenn á RÚV vita af húsleit hjá Samherja árið 2012 áður en hún fór fram.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim