*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 28. júní 2012 15:01

Marel 20 ára í Kauphöllinni: Opna skrifstofu á Dalvík

Fyrsta skrifstofa Marel úti á landsbyggðinni verður opnuð á Dalvík á morgun. Aðstoðarforstjórinn segir tíma til kominn að gera það.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Axel Jón Fjeldsted

„Það má segja að það hafi verið kominn tími til,“ segir Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel, en fyrirtækið opnar skrifstofu á Dalvík við hátíðlega athöfn á morgun. Þetta er fyrsta skrifstofa Marel hér á landi utan höfuðborgarsvæðisins ef frá er talin skrifstofuaðstaða fyrirtækisins á Akureyri. Blúsband Marel verður á staðnum. 

Tveir munu starfa á skrifstofu Marel á Dalvík auk þess sem tveir eru á Akureyri.

Marel var stofnað fyrir um 30 árum og fagnar um þessar mundir þeim áfanga að 20 ár eru liðin síðan hlutabréf fyrirtækisins voru skráð í Kauphöllina.

Sigsteinn segir markmiðið með opnun skrifstofunnar að þjónusta viðskiptavini fyrirtækisins betur í sjávarútvegi og kjötvinnslu á Norður- og Austurlandi.

„Við höfum verið með mikið af búnaði á þessu svæði, bæði í fiskvinnslunni hjá Samherja á Dalvík og hjá kjötvinnslu Norðlenska. Þjónustumenn og sölufulltrúar eru staðsettir fyrir norðan. Við töldum okkar næsta skref að opna skrifstofu þarna," segir hann í samtali við Viðskiptablaðið. 

Það er engin önnur en húshljómsveitin Marel Blues Project sem mun koma fram við opnun skrifstofunnar á morgun. Hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marel og hefur hún troðið upp með Marel víða um heim. Bandið kom fram á síðustu blúshátíð í Reykjavík og mun hún jafnframt troða upp á árlegri blúshátíð á Ólafsfirði um helgina. 

Frá tónleikum Marel-bandsins þegar það hitaði upp fyrir blúshátíðina í Reykjavík í mötuneyti fyrirtækisins í vor. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim