Marel hf. keypti í morgun 10 milljónir hluta í fyrirtækinu á genginu 203. Samtals nemur fjárhæð viðskiptanna því 2.030 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallarinnar.

Þar segir að viðskiptin séu gerð á grundvelli heimildar frá stjórn Marels til stjórnenda félagsins til að kaupa allt að 25 milljónum hluta, sem ætlaðir eru sem endurgjald í mögulegum fyrirtækjakaupum.

Eftir viðskiptin á Marel 31.718.550 hluti í fyrirtækinu.

Gengi hlutabréfa í Marel hefur hækkað um 1,5% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni.