Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,17% í 4,6 milljarða viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.742,69 stigum.

Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði þónokkuð í kauphöllinni í dag eða um 0,35% í 5,2 milljarða viðskiptum. Fór hún upp í 1.256,57 stig.

HB Grandi, VÍS og Skeljungur hækkuðu mest

Mest hækkun var á gengi bréfa HB Granda, VÍS og Skeljungs eða 4,13%, 3,38% og 3,33% hækkun. Viðskiptin með bréf HB Granda námu 410 milljónum og fæst hvert bréf félagsins nú á 31,55 krónur.

Viðskiptin með bréf Vátryggingafélags Íslands námu 240 milljónum og stendur gengi bréfa félagsins nú í 10,08 krónum og svo námu viðskiptin með bréf Skeljungs 241 milljón og er verðgildi bréfa félagsins nú 6,51 króna.

Icelandair Group og Marel lækka á ný

Mest lækkun var á bréfum Icelandair Group, eða 2,03% og Marel, eða 0,98%.

Viðskiptin með bréf Icelandair stóð í 937 milljónum við lok viðskiptadags og er gengi bréfanna nú 15,70 krónur. Gengi bréfa Marels er nú 304,00 krónur en viðskiptin með bréfin námu 442 milljónum.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,1% í dag í 4,6 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,4% í dag í 3,7 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,5% í 0,5 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 3,1 milljarða viðskiptum.