Verð á hlutabréfum í Marel hækkaði um 1,79% í 273 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Næstmest hækkun var hjá Eik en fasteignafélagið hækkaði um 1,47% í 96 milljóna króna viðskiptum í dag.

Mest lækkaði Sýn um 2,02% 89 milljóna króna viðskiptum í dag. Næst mest lækkun var hjá Origo en verð á bréfum félagsins lækkaði um 1,45% í 21 milljóna króna viðskiptum.

Heildarvelta á Aðalmarkaði hlutabréfaviðskipta í Kauphöllinni í dag nam 1,4 milljarði en íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 1,01%.