Marel og Icelandair hafa ekki verið hærri frá hruni en í dag. Eins og VB.is greindi frá birtist uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung í gærkvöldi. Í dag hækkaði gengi hlutabréfa félagsins um 2,15% í 295 milljón króna veltu. Verð á hlut er nú 25,85 krónur og hefur ekki verið hærra í sjö ár, eða frá því fyrir hrun.

Marel hækkaði um 1,16% í 335 milljón króna veltu. Verð á hlut er nú 197 krónur og hefur ekki verið hærra síðan fyrir hrun.

N1 hækkaði um 1,64% í dag í 336 milljón króna veltu og Eik hækkaði um 0,36%. Vís lækkaði um 1,18%, Össur um 1,02%, Hagar um 0,96%, Reginn um 0,94% og HB Grandi um 0,71%.

Úrvalsvísitalan hefur aldrei verið hærri og mældist lokagildi hennar 1,525.68. Hún hækkaði um 0,77% í dag en hefur hækkað um 16,36% frá áramótum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,6% í dag í 1,6 ma. viðskiptum.