*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 8. febrúar 2018 09:55

Marel skoðar skráningu erlendis

Marel, langstærsta félagið í Kauphöll Íslands, hefur ráðið ráðgjafa til að skoða skráningu í erlendri kauphöll.

Ritstjórn
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Haraldur Guðjónsson

Marel er með til skoðunar að skrá fyrirtækið á markað erlendis. Fyrirtækið hefur ráðið alþjóðlega óháða ráðgjafa til að kanna málið að því er fram kemur í nýbirtu uppgjöri Marel.

Marel er stærsta fyrirtækið í Kauphöll Íslands. Markaðsvirði félagsins nam 237 milljörðum króna við lokun markaða í gær og er þrefalt verðmætara en Icelandair, sem er næst stærsta félagið í Kauphöllinni.

Hagnaður Marel á síðasta ársfjórðungi jókst um tæp 52% milli ára og nam 33,4 milljónum evra, eða sem samsvarar tæplega 4,2 milljörðum króna.

Hagnaðurinn á árinu 2017 nam 95 milljónum evra, eða sem samsvarar um 11,9 milljörðum íslenskra króna. Hagnaðurinn árið áður nam tæplega 73,5 milljónum evra, svo aukningin milli ára er um 29,4%.

Stikkorð: Marel