*

þriðjudagur, 21. maí 2019
Innlent 7. apríl 2014 08:46

Margar sérlausnir þegar fengist

Alþjóðastofnun segir að Ísland hafi þegar fengið margar sérlausnir frá ESB í gegnum EES samninginn.

Ritstjórn

Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum, undanþágum og/eða aðlögunarfrestum í mörgum málum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þessar sérlausnir byggðu að mestu leyti á því sem áður hafði fengist í gegnum EES-samninginn. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar. 

Þá segir í skýrslunni að auðvelt myndi reynast að hefja viðræður að nýju, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka. Vari viðræðuhléið í mörg ár muni samningavinnan úreldast hægt og bítandi þar sem lagasafn ESB tekur ýmsum breytingum með tímanum. Því væri viðbúið að það þyrfti að opna suma kafla aftur eftir langt hlé.

„Ef umsóknin yrði dregin til baka færi ferlið aftur á byrjunarreit. Nýjar aðildarviðræður myndu krefjast þess að leita þyrfti aftur samþykkis allra aðildarríkjanna, kalla þyrfti saman nýja ríkjaráðstefnu og veita framkvæmdastjórninni nýtt samningsumboð. Síðan þyrfti að endurtaka öll fyrri skref viðræðuferlisins,“ segir í skýrslunni 

Þá segir að aðildarviðræður, sem og samningaviðræður almennt, byggi gjarnan á því verklagi að semja fyrst um þau mál sem samhljómur sé um, en sérlausnir, eftirgjafir og málamiðlanir eigi sér stað á lokadögum samninganna. Af þessum sökum sé erfitt að gera sér grein fyrir því hvaða niðurstaða hefði komið fram í helstu hagsmunamálum Íslendinga ef viðræðunum hefði verið lokið.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim