Nýsamþykkt laun stjórnarmanna í Glitni HoldCo eru rúmlega tíföld hæstu stjórnarlauna hjá þeim fyrirtækjum sem eru skráð í Kauphöll Íslands. Þetta kom fram í ræðu Óttars Guðjónssonar á hluthafafundi í Glitni í dag, en tillaga hans um að lækka laun stjórnarmanna fékk ekki brautgengi.

Hæstu stjórnarlaunin hjá fyrirtækjum í kauphöllinni eru hjá Marel, en þau nema 390 þúsund krónum á mánuði. Laun stjórnarmanna í Glitni HoldCo nema ríflega 4,1 milljón króna. Þá eru árangurstengdar greiðslur ótaldar, en þær gætu numið hundruðum milljóna.

Ef laun stjórnarmanna eru borin saman við laun stjórnarmanna stærstu banka á Norðurlöndunum þá eru laun í Glitni HoldCo um það bil fjórfallt hærri en hæstu launin. Laun stjórnarmanna Nordea nema rétt rúmlega milljón krónum á mánuði, laun DNB nema um 843 þúsund krónum og Danske Bank nema 787 þúsund krónum. Eins kom fram að ofan þá eru laun stjórnarmanna í Glitni HoldCo ríflega 4,1 milljón króna á mánuði.