*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 10. mars 2016 15:53

Margföldun á eðlilegu ástandi

Færeyskir eigendur Varðar fylgjast vel með stöðu mála hér á landi en aðalfundur félagsins verður haldinn á föstudaginn í næstu viku.

Kári Finnsson
Haraldur Guðjónsson

Nýjum tilboðagerðum hjá tryggingafélaginu Verði hafa margfaldast upp á síðkastið að sögn Guðmundar Jóhanns Jónssonar forstjóra Varðar. Tryggingafélögin VÍS, Sjóvá og TM hafa verið gagnrýnd verulega á síðustu dögum fyrir arðgreiðslutillögur þeirra upp á samtals 9,6 milljarða króna. Bæði VÍS og Sjóvá hafa lagt fram tillögu um lækkaða arðgreiðslu, Sjóvá úr 3,1 milljarði króna í 657 milljónir og VÍS úr fimm milljörðum í rúma tvo milljarða.

Aðspurður segist Guðmundur ekki vita nákvæmlega hversu mikil aukningin á viðskiptum félagsins er.

„Ég spurði einmitt þessarar spurningar í gær þegar ég sá hvað það var búið að gefa út mikið af tilboðum og í hvaða iðgjaldamagni það væri,“ segir Guðmundur í samtali við Viðskiptablaðið. „Ég hef ekki samanburð við neina venjulega viku ef maður getur talað um einhverja venjulega viku. Þetta er mikil margföldun á eðlilegu ástandi. Ég þori ekki að segja hversu mikið, en margfalt í raun og veru.“

Aðalfundur 18. mars

Engin tillaga hefur verið lögð fram um arðgreiðslu hjá Verði en aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn átjánda mars næstkomandi. Vörður er að fullu í eigu færeyska bankans BankNordik en að sögn Guðmundar er óvíst hvenær tillaga þeirra verður lögð fram. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2014 lagði stjórn félagsins ekki til að arður yrði greiddur til hluthafa á árinu 2015. 

Spurður að því hvort eigendur félagsins muni taka ákvörðun í ljósi umræðunnar hér á landi um hin tryggingafélögin vildi Guðmundur aðeins segja að hann haldi þeim vel upplýstum um umræðuna í þjóðfélaginu. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim