Björn Ingi Victorsson, endurskoðandi og sviðsstjóri hjá Deloitte, hélt utan um gerð könnunar sem gerð var meðal ferðaþjónustuaðila á Íslandi. Hann segir að það hafi komið sínu fólki á óvart að ekki skyldi hafa verið búið að kanna viðhorf ferðaþjónustuaðila með þessum hætti áður.

„Það hafa verið gerðar kannanir á afstöðu Íslendinga til erlendra ferðamanna og eins hefur afstaða erlendu ferðamannanna til Íslands verið könnuð, en aldrei hefur verið tekið á ferðaþjónustuaðilunum sjálfum. Við erum partur af risastórri erlendri keðju, en Deloitte er stærsta ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtæki í heimi og þar er mikla sérfræðiþekkingu að finna á þessum iðnaði. Við erum því með mjög sterkt net á bak við okkur sem við getum nýtt til að gera meira úr þessum niðurstöðum í framhaldinu.“

Áhugavert er að sjá að 44% svarenda voru með veltu undir 20 milljónum króna og aðeins 7% þeirra voru með veltu yfir 500 milljónum árið 2015. Þá voru ein 67% með fimm eða færri starfsmenn, en aðeins 1% voru með 250 starfsmenn eða fleiri.

Ferðaþjónustan virðist því samanstanda að mjög stóru leyti af mörgum smáum aðilum. Um 45% svarenda reka hótel eða gistiheimili og 24% reka annaðhvort ferðaskrifstofu eða sjá um afþreyingu af einhverju tagi fyrirferðamenn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .