*

laugardagur, 23. mars 2019
Erlent 10. febrúar 2014 16:36

Margir vilja Land Rover

Hagnaður Jaguar Land Rover rúmlega tvöfaldaðist á milli ára.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hagnaður lúxusbílafyrirtækisins Jaguar Land Rover nam 842 milljónum punda á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er rétt rúmlega tvöfalt meira en á fjórða ársfjórðungi árið 2012 þegar hagnaðurinn nam 404 milljónum punda. Tekjur fyrirtækisins namu 5,3 milljörðum punda sem er 27% meira en ári fyrr. 

Breska ríkisútvarpið (BBC) bendir á í umfjöllun sinni að Jaguar Land Rover hafi selt 112.172 bíla á fjórðungnum. Þar báru Jaguar XJ og XF af öðrum bílum. Á árinu öllu seldi fyrirtækið hins vegar 425.006 bíla. Mest var eftirspurnin eftir nýjum bílum í Brasilíu, Kína, Indlandi og í Bandaríkjunum.