*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Innlent 21. desember 2013 12:27

Margrét hoppar hæð sína af gleði

Fjármálaráðherra segir óásættanlegt að íslensk verslun sitji uppi með tvítollun og háan virðisaukaskatt.

Ritstjórn
Axel Jón Fjeldsted

Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar orðum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem segir það vera óásættanlegt fyrir íslenska verslun að sitja uppi með tvítollun og háan virðisaukaskatt ofan á þá tolla. Þetta kemur kemur fram í grein Margrétar í Fréttablaðinu í dag. 

Bjarni hefur sagt að verið sé að endurskoða virðisaukaskattskerfið. Margrét segir að þrátt fyrir miklar annir hljóti allir verslunareigendur á Íslandi að hafa hoppað hæð sína af gleði við þessa frétt. Þetta sé eitt helsta baráttumál verslunar og ein mesta kjarabótin fyrir íslenska heimili, segir Margrét að lokum.