*

mánudagur, 25. mars 2019
Fólk 16. apríl 2018 17:12

Margrét ráðin til Land lögmanna

Margrét Anna Einarsdóttir hefur bæst í hóp lögmanna hjá Land lögmönnum.

Ritstjórn
Margrét Anna Einarsdóttir
Aðsend mynd

Margrét Anna Einarsdóttir, lögmaður hefur bæst í hóp lögmanna hjá Land lögmönnum. Margrét Anna lauk námi við lagadeild Háskólans í Reykjavík árið 2009 og öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2010. Síðastliðin sjö ár starfaði hún hjá Jónatansson & Co lögfræðiþjónustu, en þar áður hjá Logos lögmannsþjónustu 2010-2011 og Varnarmálastofnun 2009-2010. 

Helstu starfssvið Margrétar Önnu eru upplýsingatækniréttur, rafrænar traustþjónustur, persónuvernd, fjármuna- og félagaréttur, evrópuréttur, gjaldþrotaréttur, hjúskaparéttur, erfðaréttur, samningaréttur, verktakaréttur og málflutningur.

Samhliða lögmannsstörfum er Margrét Anna eigandi og framkvæmdastjóri Justikal ehf. og er í stjórn ISIGN á Íslandi, sem eru hugbúnaðarfyrirtæki sem þróa og bjóða upp á lausnir sem tengjast rafrænum undirskriftum og öðrum rafrænum traustþjónustum.