Margrét Gísladóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landsambands kúabænda. Tekur hún til starfa næstu mánaðarmót þegar Baldur Helgi Benjamínsson lætur af störfum eftir 10 ár hjá landsambandinu.

Uppalin í Skagafirði

Margrét hefur starfað sem ráðgjafi hjá KOM ráðgjöf og rak áður eigið rágjafafyrirtæki, Taktík ehf. Einnig starfaði hún árin 2013 - 2015 sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra og sem sérstakur ráðgjafi í forsætisráðuneytinu. Þar áður starfaði hún við kynningar- og markaðsmál hjá Árnasonum auglýsingastofu. Hefur hún auk þess setið sem varamaður í stjórn Íslandsstofu og Iceland Naturally.

Margrét er fædd árið 1986, uppalin á Glaumbæ í Skagafirði. Hún nam félags- og fjölmiðlafræði við HÍ árið 2012, lauk diplómu frá HR árið 2011 í almannatengslum og markaðssamskiptum og markþjálfun frá sama skóla árið 2015.