*

föstudagur, 22. september 2017
Fólk 27. janúar 2009 14:21

Margrét Sveinsdóttir ráðin framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Nýja Kaupþings

Ritstjórn

Margrét Sveinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Nýja Kaupþings banka.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en Margrét útskrifaðist með cand. oecon gráðu frá Háskóla Íslands árið 1986 og lauk MBA námi frá Babson College í Boston árið 1990.

Margrét hefur starfað í fjármálageiranum frá árinu 1985, þar af í Íslandsbanka (síðar Glitni og Nýja Glitni) frá 1990, lengst af við eignastýringu.

Síðastliðin tvö ár hefur Margrét unnið í Fjárstýringu Glitnis og sinnt samskiptum við erlendar fjármálastofnanir og tekið þátt í að byggja upp erlend bankasamskipti Nýja Glitnis.

Þá hefur Margrét unnið mikið að fræðslu um fjármál fyrir almenning á undanförnum árum.

Margrét er eiginkona Óla Björns Kárasonar blaðamanns.