María Björk Óskarsdóttir hefur verið ráðinn stjórnunarráðgjafi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Expectus.

María Björk stofnaði ásamt samstarfskonu sinni fyrirtækið Nýttu kraftinn árið 2008 sem sá um að setja upp kennsluefni og námskeiðahald fyrir fólk í atvinnuleit, einnig gáfu þeir bók undir sama nafni árið 2013.

Í samstarfi við HR buðu þær síðar upp á stjórnendaþjálfun, auk þess hefur María Björk veitt stjórnendum, og öðrum ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið auk þess að sitja í stjórnun margra félagasamtaka.

Frá árinu 2004 vann María Björk fyrir Landsbankann að verkefnum innan markaðs- og þjónustudeildar auk þess að hafa yfir höndum framkvæmdastjórn að sérverkefnum fyrir bankastjórn og bankaráð á árunum 2006-2008. Þar áður starfaði hún um árabil sem markaðs- og viðskiptastjóri á auglýsingastofunum Yddu og Ennemm.

María Björk er með Cand.Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lært markþjálfun og lokið PMD stjórnendanámi frá Háskólanum í Reykjavík.