María Heimisdóttir hefur verið endurráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala til næstu 5 ára, en hún hefur gengt starfinu frá árinu 2011. María er jafnframt klínískur lektor við læknadeild Háskóla Íslands.

Hún hefur birt vísindagreinar í innlendum og erlendum fræðiritum, sinnt akademískum leiðbeinanda- og prófdómarastörfum sem og stundað kennslu bæði í læknadeild og félagsfræðideild háskólans.

María lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá HÍ árið 1990 en stundaði svo framhaldsnám í í Bandaríkjunum í lýðheilsufræðum og stjórnun heilbrigðismála þar sem hún lauk MBA námi frá University í Connecticut árið 1997 og doktorsprófi frá University of Massachusetts árið 2002.

Áður en hún hóf störf á Landspítalanum árið 2002 vann hún fyrir Íslenska erfðagreiningu frá árinu 1999. Fyrir Landspítalann sinnti hún sérverkefnum einkum á sviði rafrænnar sjúkraskrár og klínískra framleiðslumælinga fyrir framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra fjármála árin 2003 til 2006.