Bill Maris, fyrrum forstjóri Google Ventures, vinnur nú að því að safna fjármagni í nýjan sprotasjóð. Samkvæmt Bloomberg, mun sjóðurinn taka inn 100 milljónir dala og einbeita sér að heilsu og líftækni.

Sjóðurinn mun bera nafnið Section 32 og sækir nafn sitt í Star Trek þættina. Höfuðstöðvar sjóðsins verða í San Diego og er því spáð að sjóðurinn hætti við að taka við nýju fjármagni í lok þessa mánaðar.

Þrátt fyrir mikla reynslu á sviði sprotafjárfestinga, hefur hann verið afar gagnrýnin á stöðuna sem nú ríkir. Í Bloomberg TV viðtali sagði hann einfaldlega of marga sjóði vera að eltast við sömu verkefnin.