*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Erlent 11. september 2018 18:00

Mark Carney stýrir áfram Englandsbanka

Fjármálaráðherra Bretlands hefur gefið út að hann telji að áframhaldandi seta Carney muni hafa jákvæð áhrif á útgöngu Breta úr ESB.

Ritstjórn
Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka.
epa

Mark Carney mun áfram vera bankastjóri Englandsbanka þangað til í lok janúar 2020. Þetta kemur fram í frétt BBC

Fjármálaráðherra Bretlands hefur gefið út að hann telji að áframhaldandi seta Carney í embætti muni hafa jákvæð áhrif á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 

Carney hefur sagt að „hann muni gera hvað sem er til að stuðla að því að útganga Breta úr sambandinu muni ganga sem best.“

Mark Carney tók við af Mervyn King árið 2013 og því endaði yfirstandandi tímabil hans nú í ár.