*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 6. júní 2018 13:21

Mark Holyoake selur fyrir 350 milljónir

Aðaleigandi Icelandic Seafood International selur ríflega 3% hluta í fyrirtækinu en á enn um ríflega 42%.

Ritstjórn
Mark Holyoake á nú minnihluta í Iceland Seafood International.

Mark Holyoake, aðaleigandi og stjórnarmaður í Icelandic Seafood International selur 42 milljón hluti í félaginu á tæplega 350 milljónir íslenskra króna.

Er það ríflega 3% hluta í fyrirtækinu en hann á enn um ríflega 42% í félaginu sem metið er á 11 milljarða miðað við söluverðið sem var 8,28 krónur á hlut.

Söluverðið nú er nokkuð hærra, eða næstum 12% en þegar hann seldi fyrir tæpan hálfan milljarð í lok mars síðastliðinn eins og Viðskiptablaðið sagði frá.

Þá fór eignarhlutur hans niður fyrir helming en í lok árs 2016 átti hann um 64% í félaginu. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá á sínum tíma samdi hann í upphafi árs 2010 um kaup á 73% hlut Kjalars ehf., félags Ólafs Ólafssonar í ISI.

Hér má lesa fleiri fréttir af málefnum Icelandic Seafood International:

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim