Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook hefur tilkynnt að hann ætli sér að gefa 99% hlutabréfa sinna í samfélagsmiðlinum Facebook. Talið er að heildarverðmæti hlutanna sé um 45 milljarðar dala, eða tæplega 6.000 milljarðar króna.

Með gjöfinni vonast hann til að hjálpa mannkyninu nýta möguleika sína til fulls og að minnka ójöfnuð fyrir börn næstu kynslóðar. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að Mark og eiginkona hans, Priscilla Chan, eignuðust sitt fyrsta barn.

Hjónin vonast til að þessi aðgerð muni hjálpa til við að lækna sjúkdóma, bæta menntakerfi, auka nýtingu hreinna orkugjafa, draga úr fátækt og ýta undir jafnrétti. Með því vonast þau til að skilja eftir sig betra samfélag fyrir næstu kynslóð.