Kínversk hlutabféf og Kínverska júanið og hrávara hækkaði í nótt. Malasíska ringgit lækkaði eftir mestu hækkanir síðan 1998. Olía er keypt og seld á nálægt 50 dölum á tunnuna og áhættusamar eignir hafa hækkað umfram markaðinn.

Samkvæmt morgunpósti IFS má rekjar þessar hreifingar, og fleiri, til orða Stanley Fischer , varaseðlabankastjóra Bandaríkjanna, sem hækkuðu væntingar markaðsaðila um að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti á árinu.

IFS bendir einnig á að hækkun vaxta gæti komið sér afar illa fyrir mörg ríki þar sem fjárlagahalli þeirra er fjármagnaður í dollurum. Vaxtahækkun gæti aukið vaxtakostnað þessara ríkja og hækkað gengi dollarans.