Brent-hráolía hefur hækkað um 2,62% í viðskiptum dagsins. West Texas olía hefur þá einnig hækkað um 3,36%.

Hlutabréfaverð vestanhafs hefur fylgt hráolíunni eftir í grófum dráttum síðustu misserin, og hækkað þegar olíuverðið hækkar - og öfugt. Sú er raunin í dag, en Dow Jones vísitalan bandaríska hefur hækkað um 0,31% í viðskiptum dagsins og Standard & Poor’s um 0,28%.

Í Evrópu er sambærilega sögu að segja, en þar hefur Euro Stoxx 50 vísitalan hækkað um 0,57%. FTSE 100 hefur þá farið hækkandi um lítil 0,02%, en hækkandi þó.

Afdrif asísku markaðanna voru þó allt önnur. Nikkei í Japan lækkaði um heila prósentu og TOPIX um 1,02%. Hang Seng vísitalan í Hong Kong fór þá lækkandi um 1,3%.