Alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hækkuðu á ný eftir verstu viku í mörg ár. Stoxx Europe hækkaði um 1,6% í morgunsárið og S&P500 hækkaði um 1,1% að því er The Wall Street Journal greinir frá .

Fjárfestar hafa verið að velta því fyrir sér hvort lækkunin sé tæknileg leiðrétting eða upphafið að breyttum aðstæðum á fjármálamörkuðum.

Krafa á 10 ára ríkisskuldabréfum í Bandaríkjunum hækkaði um rúmt hálft prósentustig á föstudaginn sem er merki um verðlækkanir.