Úr úttekt Viðskiptablaðsins á skuldaþróun Reykjavíkurborgar:

Ljóst er að mikil framkvæmdagleði var á öllum sviðum á árunum fyrir hrun. Það sést glögglega á ummælum Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarstjóra Reykjavíkurborgar, í ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005 : „Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005 endurspeglar ekki aðeins styrka fjárhagsstöðu borgarinnar og fyrirtækja hennar heldur ber jafnframt vitni skýrri framtíðarsýn borgaryfirvalda og þeirrar umbótastefnu sem rekin hefur verið. Farið hefur saman ábyrgð í rekstri og fjárfestingum, áhersla á góða nýtingu fjármuna og lýðræðislegar áherslur og sátt við úthlutun takmarkaðra gæða. Fjárfestingar hafa verið markvissar og til þess litið að fjárfestingarverkefni skiluðu samfélaginu ávinningi til lengri eða skemmri tíma litið eftir eðli máls.„

„Ákvörðun um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss í miðborg Reykjavíkur í samstarfi við ríki og einkaaðila eru gott dæmi um slíkt. Sú fjárfesting mun ekki einungis skila borgasamfélaginu miklum ábata heldur þjóðarbúinu öllu til langrar framtíðar. Hið sama má segja um nýtt frjálsíþróttahús við Laugardalshöllina. Borgarbúar skilja að til að [sic] markaðslögmálin ein og sér ná ekki að þjóna öllum þörfum vaxandi borgar og eru því reiðubúnir að leggja skattfé sitt í fjárfestingu sem skilar sér til komandi kynslóða.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .