*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 8. ágúst 2017 08:14

Markaðsvirðið lækkað um 19 milljarða

Gengi bréfa Haga hefur lækkað um 28,7% síðan Costco hóf starfsemi sína, en fyrir helgi sendi félagið frá sér afkomuviðvörun annan mánuðinn í röð.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Þegar markaðir lokuðu á föstudag stóð gengi Haga í 39,4 krónum á hlut, sem er lækkun um 28,7% frá því að Costco opnaði verslun sína 23. maí síðastliðinn. Hefur markaðsvirði Haga lækkað úr 64,7 milljörðum króna niður í 46,1 milljarð á tímabilinu að því er Vísir greinir frá. Er um að ræða lækkun á markaðsvirði félagsins um 18,6 milljarða á um tveimur mánuðum.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um sendu Hagar frá sér afkomuviðvörun annan mánuðinn í röð rétt fyrir þessa stærstu ferðahelgi sumarsins, en þar kom fram að EBITDA félagsins verði um fimmtungi lægri fyrir annan ársfjórðung ársins heldur en var fyrir ári síðan.

Skömmu eftir að fyrri afkomuviðvörunin var gefin út lækkaði gengi bréfa félagsins niður í 38, en þess utan hefur markaðsvirðið ekki verið lægra í tvö ár.

Stikkorð: Hagar hlutabréf Costco gengi markaðsvirði
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim