Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,28% í ágúst og nam meðaldagsveltan 4,7 milljörðum. Markaðsverðmæti vísitölunnar lækkaði um 48,9 milljarða og er 2.793 milljarðar. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins .

Skuldabréfavísitala GAMMA, GAMMA:GBI, hækkaði um 0,21% í ágúst og nam meðal dagsveltan 2,5 milljörðum. Verðtryggða vísitalan hækkaði um 0,51% á meðan sú óverðtryggða lækkaði um 0,42%. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni lækkaði um 59,4 ma. og er nú 1.546 ma. Líftími vísitölunnar hækkar um 0,24 og er 7,86 ár.

Nú er minna en hálft ár í lokadag RIBK 19 0226 og því fellur flokkurinn úr vísitölunni.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,21% í ágúst og nam meðaldagsveltan 651 milljónum, þar af hækkaði sértryggða vísitalan GAMMAcb um 0,05% í mánuðinum og nam meðaldagsveltan 419 milljónum.

Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkaði um 20,6 ma. í mánuðinum og er 533,7 milljarðar. Líftími vísitölunnar lækkaði lítillega milli mánaða og er 6,8 ár. Líftími sértryggðu undirvísitölunnar lækkaði einnig milli mánaða og er 5,3 ár og verðtryggingarhlutfall 78,0%.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1,4% í ágúst og nam meðaldagsveltan 1,6 ma. Markaðsverðmæti vísitölunnar lækkaði um 10 ma. í mánuðinum og er 713 ma.

Í mánuðinum hækkuðu bréf mest í SKEL (+15,0%) og N1 (+8,6%) en mest lækkun var á bréfum ICEAIR (-18,6%) og GRND (-7,8%).