Þróunaráætlun keflavíkurflugvallar, eða svokallað Masterplan eins og það er kallað af hagsmunaaðilum, var kynnt á fundi með hagsmunaaðilum fyrr í dag. Þróunaráætlun nær til ársins 2040 en hún tekur á öllu skipulagi  flug­vall­ar­ins og nærum­hverf­is.

Samkvæmt áætluninni eiga fyrstu framvæmdir að hefjast í lok árs 2016 en kostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður í kringum 70 til 90 milljarðar.

Eftir að framkvæmdum er lokið er gert ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti alt að 14 milljónum farþega á hverju ári, ef álag dreifist á sama hátt og það gerist núna. Ef að álagsdreifing verður jafnari yfir sólahringinn þá mun flugvöllurinn geta tekið á móti allt að 25 milljónum farþega.

Ekki er gert ráð fyrir að íslenska ríkið þurfi að leggja til fjámuni í framkvæmdina þar sem möguleikar Isavia til fjármögnunar eru góðir. Einnig eru til staðar tækifæri sem tengjast aðkomu annarra að Isavia.