Verðlag hækkaði um 0,36% milli nóvember og desember samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Það jafngildir 5,3% verðbólgu á ársgrundvelli. Á milli sömu mánaða hækkað verð á mat og drykkjarvörum um 1,7% og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 12,1%.

Meðalvísitala neysluverðs árið 2011 var 4,0% hærri en meðalvísitalan 2010. Samsvarandi breyting var 5,4% árið 2010 og 12,0% árið 2009.

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,7% sem jafngildir 2,8% verðbólgu á ári (2,0% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Vísitala neysluverðs
Vísitala neysluverðs
© vb.is (vb.is)

Heimild: Hagstofa Íslands