Forstöðumaður Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins, EASA, boðaði með samgöngunefnd Evrópusambandsins að ekki verði lengur fylgt þeirri stefnu að vélar Boeing sem fái flugrekstrarleyfi í Bandaríkjunum fái sjálfkrafa samþykki í Evrópu.

Hingað til hafi það verið reglan að sögn Túrista , en nú muni a.m.k. aflétting á loftferðabanni Boeing 737 Max vélanna ekki verða fyrr en evrópska stofnunin hafi sjálf gengið úr skugga um að uppfærslur hugbúnaðar vélanna séu viðunandi.

Sömuleiðis hyggjast kanadísk flugmálayfirvöld ætla að vinna sjálfstætt að sinni leyfisveitingu fyrir Max þoturnar.